HeimEfnisorðFortitude

Fortitude

Önnur umferð af „Fortitude“ í tökur í byrjun næsta árs

Ráðist verður í gerð annarrar umferðar af þáttaröðinni Fortitude. Tökur munu hefjast hér á landi í byrjun næsta árs en alls verða gerðir tíu þættir að þessu sinni í stað tólf, að sögn Snorra Þórissonar hjá Pegasus.

Forsýningar á „Fortitude“ á Reyðarfirði

Íbúum Fjarðabyggðar er boðið á sérstaka forsýningu á bresku þáttunum Fortitude, sem voru af stórum hluta teknir upp á Reyðarfirði og á Eskifirði. Forsýningin fer fram í Félagslundi í Reyðafirði. Um er að ræða tvær sýningar, sú fyrri klukkan 18 og sú síðari klukkan 21. Þættirnir verða sýndir á RÚV og hefjast sýningar í byrjun febrúar.

Fyrsti bútur úr „Fortitude“ hér

Sky Atlantic hefur sent frá sér þriggja mínútna bút úr sjónvarpsseríunni Fortitude sem mynduð var að stórum hluta á Austfjörðum fyrr á árinu. Sýningar hefjast í janúar, RÚV sýnir þáttaröðina hér á landi.

„Fortitude“ kitlan komin

Sjónvarpsserían Fortitude, sem mynduð var hér á landi að stærstum hluta síðasta vetur, er væntanleg í janúar næstkomandi, þar á meðal á RÚV.

Á annan tug bíómynda og leikinna þáttaraða í tökum á árinu

Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.

Óvíst um frekari erlend verkefni á árinu

Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.

Frá tökum á „Fortitude“ á Reyðarfirði

Landinn á RÚV sýnir frá tökum á sjónvarpsþáttaröðinni Fortitude sem nú fara fram í Reyðarfirði og nágrenni. Fram kemur að um 150 manns starfi við tökurnar auk heimamanna í aukahlutverkum. Þá hefur margt í bænum fengið nýja ásýnd. Auk þess hefur snjóleysi valdið tökuliðinu smá vandræðum.

Tökur á „Fortitude“ hefjast á Reyðarfirði

Um 70 Íslendingar og 50 útlendingar auk 30 erlendra leikara vinna við verkefnið, en vonir standa til að gerðar verði nokkrar þáttaraðir. Tökur verða víðar um Austurland en kostnaður nálgast milljarð króna.

Tökur á „Fortitude“ hafnar, Björn Hlynur og Stanley Tucci hefja leikinn

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Fortitude hefjast í dag í London og verða meðal annars tekin upp atriði með Birni Hlyni Haraldssyni og Stanley Tucci. Von er á Sofie Grabol og fleirum á morgun. Tökur á Reyðarfirði hefjast innan skamms.

Gambon, Grabol og Tucci í „Fortitude“

Nú hefur verið staðfest að Stanley Tucci (The Hunger Games), Sofie Grabol (Forbrydelsen) og Michael Gambon (Harry Potter, The Singing Detective) fara með helstu hlutverkin í sjónvarpsseríunni sem tekin verður upp á Austfjörðum eftir áramót.

Stór bresk/bandarísk sería, „Fortitude“, mynduð hér á landi eftir áramót

Heimildir Klapptrés herma að í undirbúningi séu tökur á bresk/bandarísku sjónvarpsseríunni Fortitude hér á landi og að stefnt sé á að hefjast handa í upphafi næsta árs.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR