HeimEfnisorðFalskur fugl

Falskur fugl

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).

Eddan 2014: Reynslubolti og nýliði í verðlaunafæri

Í aðdraganda afhendingar Edduverðlauna tekur Kjarninn viðtal við tvo kvikmyndagerðarmenn sem tilnefnir eru til verðlaunanna í fyrsta sinn; klipparann Davíð Alexander Corno sem fær tilnefningu fyrir klippingu á Hross í oss og Þór Ómar Jónsson sem tilnefndur er sem leikstjóri ársins fyrir frumraun sína Falskur fugl.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR