HeimEfnisorðEva Sigurðardóttir

Eva Sigurðardóttir

Þáttaröðinni DOMINO DAY vel tekið í Bretlandi

Sýningar eru hafnar á þáttaröðinni Domino Day á BBC. Eva Sigurðardóttir er annar leikstjóra þáttanna, líkt og Klapptré greindi frá hér. Verkið fær góða dóma hjá Lucy Mangan, gagnrýnanda The Guardian.

Eva Sigurðardóttir leikstýrir þáttaröðinni DOMINO DAY fyrir BBC

Eva Sigurðardóttir (Vitjanir) er annar leikstjóra þáttaraðarinnar Domino Day sem sýnd verður á BBC á næsta ári. Drama Quarterly ræddi við Evu, Lauren Sequeira höfund verksins og Lawrence Bowen yfirframleiðanda.

Eva Sigurðardóttir leikstjóri VITJANA: Þegar konur taka pláss á skjánum…

Eva Sigurðardóttir hefur sent frá sér pistil þar sem hún ræðir móttökur þáttaraðarinnar Vitjanir, sem hún leikstýrði og skrifaði handrit að ásamt Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur.

Umsagnir um VITJANIR

Sýningum á þáttaröðinni Vitjanir í leikstjórn Evu Sigurðardóttur er lokið á RÚV. Af einhverjum ástæðum hefur enginn fjölmiðill enn séð ástæðu til að birta umsögn um þættina en leiklistargagnrýnandinn kunni, Jón Viðar Jónsson, skrifar um þá á Facebook síðu sinni.

VITJANIR: Læknir vitjar sjúklinga, drauga og álfa

Menningin á RÚV fjallaði um þáttaröðina Vitjanir og ræddi við aðalleikkonuna Söru Dögg Ásgeirsdóttur, handritshöfundana Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og leikstjórann Evu Sigurðardóttur. Þættirnir, sem Glassriver framleiðir, verða sýndir á RÚV næsta vetur.

Þáttaröðin VITJANIR og bíómyndin SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN fá styrki frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.

TRYGGÐ semur við sölufyrirtæki um alþjóðlega sölu

Framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur, þær Ásthildur og Eva Sigurðardóttir, hafa gert samning við bandaríska sölufyrirtækið Hewes Pictures um sölu á myndinni á heimsvísu.

Stuttmyndin „Frelsun“ verðlaunuð í Búdapest

Unnur Ösp Stefánsdóttir, aðalleikkona stuttmyndarinnar Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur, var á dögunum valin besta leikkonan á Budapest Short Film Festival (Busho).

Stuttmyndin „Cut“ fær frönsk verðlaun

Stuttmyndin Cut eftir Evu Sigurðardóttur, sem frumsýnd var á síðasta ári, hlaut á dögunum aðalverðlaun stuttmyndahátíðarinnar Excuse My French í París. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Stuttmyndin „Cut“ verðlaunuð á UnderWire Festival í London

Stuttmyndin Cut eftir Evu Sigurðardóttur hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir handrit á UnderWire Festival í London sem lýkur í dag. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem var frumsýnd á RIFF fyrr í haust.

Ýmsar nýjungar kynntar við tökur á „Tryggð“

Kvikmyndin Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur er nú hálfnuð í tökum. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur sem kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Framleiðendur eru þær Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films ásamt Ásthildi og fyrirtæki hennar Rebella Filmworks. Þær hafa kynnt til sögunnar ýmsar nýjungar í upptökuferlinu.

Teymisfjármögnun (Crewfunding) kynnt í tengslum við tökur á „Tryggðarpanti“

Askja Films og Rebella Filmworks, framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggðarpantur sem fer í tökur í haust, munu halda sérstaka kynningu á fyrirbærinu Teymisfjármögnun (Crewfunding) í samvinnu við breska fyrirtækið Big Couch.

„Regnbogapartý“ verðlaunuð í Bretlandi

Eva Sigurðardóttir var á dögunum valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu á kvikmyndir eftir konur. Myndin hefur nú unnið til 11 alþjóðlegra verðlauna, en hún var einnig valin stuttmynd ársins á Eddunni 2016 sem og besta stuttmyndin á RIFF 2015.

„Ártún“ og „Regnbogapartý“ verðlaunaðar í Rúmeníu

Stuttmyndirnar Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlutu báðar verðlaun á Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu. Sú fyrrnefnda hlaut fyrsta sætið en sú síðarnefnda það þriðja.

Tinna Hrafnsdóttir og Eva Sigurðardóttir keppa um stuttmyndastyrk á Cannes

Kvikmyndagerðarkonurnar Eva Sigurðardóttir og Tinna Hrafnsdóttir keppa nú í Cannes um styrk til gerðar stuttmynda sinna. Keppnin felst í því að kosið er um besta "pitchið" á netinu og nema verðlaunin 5.000 evrum eða rúmum sjö hundruð þúsund krónum.

Stuttmyndin „Regnbogapartý“ verðlaunuð í London

Stuttmyndin Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlaut í fyrradag London Calling verðlaunin á samnefndri hátíð sem fram fór í BFI Southbank. Alls kepptu 16 stuttmyndir um verðlaunin sem ætluð eru ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki.

Stuttmyndir frá Askja Films fara víða

Fjórar stuttmyndir framleiddar af Askja Films Evu Sigurðardóttur fara kvikmyndahátíðarúntinn þessa dagana. Fyrirtækið vinnur að þróun verkefna í fullri lengd með leikstjórum allra myndanna og kynnir þau á hátíðum og mörkuðum.

Ásthildur Kjartansdóttir filmar „Tryggðapant“ 

Ásthildur Kjartansdóttir hyggst ráðast í tökur á fyrstu bíómynd sinni í haust. Verkið er byggt á skáldsögunni Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur. Framleiðandi er Eva Sigurðardóttir hjá Askja Films. Þær leita nú að erlendum konum á aldrinum 25-50 ára til að leika í myndinni.

„Frelsun“ vann pitch-keppni í Cannes

Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðandi, sem tók þátt í "pitch" keppni Shorts TV á Cannes, þótti vera með bestu stuttmyndarhugmyndina og hlaut að launum fimm þúsund evrur eða um 742.000 krónur. Upphæðin fer uppí kostnað við gerð myndarinnar sem kallast Frelsun og verður leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.

Pitsað á Cannes; þú getur kosið

Þóra Hilmarsdóttir vinnur nú að undirbúningi stuttmyndarinnar Frelsun (Salvation) ásamt framleiðendunum Önnu Sæunni Ólafsdóttur og Evu Sigurðardóttur hjá Askja Films. Verkefnið er kynnt í dag á Shorts TV messunni í Cannes og þú getur stutt það með því að kjósa.

Vinnur Sprettfisk og gerir stuttmynd

Foxes eftir Mikel Gurrea vann stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar. Myndin er framleidd af Evu Sigurðardóttur og fyrirtæki hennar Askja Films, en Eva undirbýr nú gerð sinnar fyrstu stuttmyndar sem leikstjóri.

Leitað að leikurum vegna stuttmyndar

Kvikmyndafélagið Askja Films hyggst taka upp stuttmyndina Ein af þeim í leikstjórn Evu Sigurðardóttur fljótlega og leitar nú að leikurum. Leitað er að stelpum á aldrinum 14-16 ára og strákum á aldrinum 14-19 ára. Öllum er velkomið að sækja um og geta áhugasamir sent póst á þetta netfang, áheyrnarprufurnar verða síðan í október.

Eva Sigurðardóttir keppir um framleiðslufé stuttmyndar á Cannes hátíðinni

Eva Sigurðardóttir tekur þátt í "pitch" keppni á Cannes hátíðinni, ShortsTV, þar sem fimm bestu "pitchin" eru valin úr af kjósendum á netinu. Kosningunni lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag, en sigurvegari verður kynntur á fimmtudag.  Sá fær 5000 evrur til þess að framleiða mynd sína. Smelltu hér ef þú vilt styðja Evu til sigurs og mundu að staðfesta atkvæðið neðst á síðunni.

Stuttmyndin „Good Night“ verðlaunuð í Bretlandi

Stuttmyndin Good Night, sem framleidd er af Evu Sigurðardóttur, vann til tveggja verðlauna á Colchester Film Festival í Bretlandi sem lauk í fyrradag.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR