HeimEfnisorðEva María Daniels

Eva María Daniels

Evu Maríu Daniels verðlaunin veitt á Stockfish í fyrsta sinn

Stockfish hátíðin mun veita upprennandi kvikmyndagerðarfólki Evu Maríu Daniels verðlaunin fyrir framúrskarandi kvikmyndagerð. Vinningshafinn fær 1,5 milljónir króna til að vinna að næsta verkefni sínu.

Börkur Sigþórsson minnist Evu Maríu Daníels

Börkur Sigþórsson leikstjóri kveður vinkonu sína Evu Maríu Daníels framleiðanda með þessum texta á Facebook síðu sinni, sem birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Eva María Daníels látin

Eva María Daniels kvikmyndaframleiðandi er látin, tæplega 44 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Hún lætur eftir sig eiginmann og ungan son.

Fjórir nýir ráðgjafar til KMÍ

Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Eva Maria Daniels, Helga Brekkan og Ottó Geir Borg hafa verið ráðin sem kvikmyndaráðgjafar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og hafa þegar hafið störf.

Elfar Aðalsteins og Karl Óskarsson gera mynd á Írlandi

Elfar Aðalsteins er nú við tökur á End of Sentence, fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Þær fara fram á Írlandi. Karl Óskarsson er tökumaður, en þeir Elfar gerðu saman stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki, fyrir nokkrum árum og var hún valin stuttmynd ársins á Eddunni 2013. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eva María Daníels og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt Samson Films á Írlandi og Elfari.

Eva María Daníels einn framleiðenda „The Dinner“ sem er í keppni á Berlinale, gerir einnig mynd með Amy Adams

Eva María Daníels er einn framleiðenda bandarísku kvikmyndarinnar The Dinner í leikstjórn Oren Moverman. Myndin tekur þátt í aðalkeppni Berlínarhátíðarinnar og er frumsýnd í dag. Með helstu hlutverk fara Richard Gere, Laura Linney, Steve Coogan, Chloë Sevigny og Rebecca Hall.

Viðtal við Evu Maríu Daniels kvikmyndaframleiðanda í Bandaríkjunum

Eva María Daniels hefur um árabil starfað á vettvangi alþjóðlegrar kvikmyndagerðar og á undanförnum árum getið sér gott orð sem framleiðandi kvikmynda sem gerðar eru og fjármagnaðar af sjálfstæðum kvikmyndafélögum. Klapptré notaði tækifærið og ræddi við hana þegar hún var stödd hér á landi á dögunum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR