HeimEfnisorðBúi

Búi

„Búi“ vinnur í Berlín

Búi, stuttmynd Ingu Lísu Middleton, hlaut sérstaka viðurkenningu barnadómnefndar (special mention) í flokknum 8+ & 10+ á kvikmyndahátíðinni KUKI fyrir börn og unglinga. Hátíðin fór fram í Berlín í Þýskalandi.

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

Stuttmyndin „Búi“ fær þýsk verðlaun

Stuttmyndin Búi eftir Ingu Lísu Middleton var valin besta stuttmyndin á Schlingel barna- og unglingamyndahátíðinni í Chemnitz í Þýskalandi. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem myndin hlýtur.

Sex íslenskar kvikmyndir á Nordisk Panorama

Sex íslenskar stutt- og heimildamyndir hafa verið valdar á Nordisk Panorama hátíðina sem fram fer 21.-26. september í Malmö, Svíþjóð. Þetta eru heimildamyndin Out of Thin Air og stuttmyndirnar Frelsun, Fantasy on Sarabanda, Skuggsjá, Búi og Engir draugar.

Stuttmyndirnar „Búi“ og „Fótspor“ í keppni á Giffoni hátíðinni

Tvær nýjar stuttmyndir, Búi eftir Ingu Lísu Middleton og Fótspor eftir Hannes Þór Arason, taka þátt í Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu sem fram fer 14.-22. júlí næstkomandi. Giffoni hátíðin er ein sú kunnasta á sínu sviði. Búi hefur einnig verið valin til þátttöku á Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö í haust, en önnur stuttmynd Ingu Lísu, Ævintýri á okkar tímum, vann til verðlauna þar 1993.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR