HeimEfnisorðBörkur Sigþórsson

Börkur Sigþórsson

Börkur Sigþórsson leikstýrir þáttaröðinni INSOMNIA fyrir Paramount+

Börkur Sigþórsson leikstýrir þáttaröðinni Insomnia fyrir Paramount+ efnisveituna. Tökur standa yfir en þættirnir, sex talsins, eru teknir upp í Bretlandi.

Börkur Sigþórsson minnist Evu Maríu Daníels

Börkur Sigþórsson leikstjóri kveður vinkonu sína Evu Maríu Daníels framleiðanda með þessum texta á Facebook síðu sinni, sem birtist hér með góðfúslegu leyfi.

[Kitla] Þáttaröðin KATLA kemur á Netflix 17. júní

Þáttaröðin Katla í leikstjórn Baltasars Kormáks, Þóru Hilmarsdóttur og Barkar Sigþórssonar kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi. Kitla verksins var frumsýnd í dag.

Fyrstu rammarnir úr KÖTLU

Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.

Börkur Sigþórsson leikstýrir „Babtiste“ fyrir BBC

Sýningar á BBC spennuþáttaröðinni Babtiste hefjast í kvöld, þriðjudag á RÚV. Börkur Sigþórsson (Vargur, Ófærð) leikstýrir þremur af sex þáttum í þessari fyrstu syrpu og Árni Filippusson er tökumaður þeirra.

Börkur Sigþórsson um „Varg“: Mynd sem svarar ekki nokkrum sköpuðum hlut

Börkur Sigþórsson ræðir við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. „Kvikmyndagerðarmenn eins og aðrir skapandi listamenn eiga að velta upp spurningum og helst áleitnum spurningum en ekki vera að sjá fyrir svörum,“ segir hann meðal annars.

Morgunblaðið um „Varg“: Vindöld, vargöld

"Fléttan er vel heppnuð og gengur upp," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars um Varg Barkar Sigþórssonar í Morgunblaðinu og gefur henni þrjár og hálfa stjörnu.

Börkur Sigþórsson leikstýrir spennuþáttaröð fyrir BBC

Börkur Sigþórsson leikstjóri hefur verið ráðinn til að leikstýra þremur fyrstu þáttunum af sex í nýrri spennuþáttaröð fyrir BBC, sem nefnist Baptiste. Þættirnir eru afleggjari af spennuþáttunum vinsælu The Missing. Þetta kemur fram á vef RÚV.

[Stikla] „Vargur“, kemur í bíó 4. maí

Stikla kvikmyndarinnar Vargur eftir Börk Sigþórsson hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin verður frumsýnd 4. maí næstkomandi. Sena dreifir á Íslandi.

[Plakat] „Vargur“, væntanleg…

Plakat kvikmyndarinnar Vargur eftir Börk Sigþórsson hefur verið opinberað. Leikstjórinn birtir plakatið á Facebook síðu sinni og segir myndina væntanlega...

„Vargur“ Barkar Sigþórssonar kynnt í Cannes

RVK Studios kynnir Varg Barkar Sigþórssonar fyrir kaupendum á yfirstandandi Cannes hátíð. Myndin er í eftirvinnslu. Screen segir frá og birtir jafnframt fyrsta rammann úr myndinni.

[Stikla] „Endeavour“ þáttur Barkar og Magna

Þriðji þátturinn í 4. syrpu Endeavour var sýndur á ITV í Bretlandi á sunnudagskvöld. Þættinum var leikstýrt af Berki Sigþórssyni og tökumaður var G. Magni Ágústsson.  Stiklu þáttarins má sjá hér.

Íslendingar í lykilstöðum í breskri sjónvarpsþáttaröð

Börkur Sigþórsson leikstjóri og G. Magni Ágústsson tökumaður eru þessa dagana við tökur á þætti úr bresku spennuþáttaröðinni Endeavour, sem fjallar um hinn kunna lögreglumann Inspector Morse á yngri árum.

Art of the Title ræðir titlasenu „Ófærðar“ við Börk Sigþórsson

Vefurinn Art of the Title, sem sérhæfir sig í titlasenum kvikmynda og sjónvarpsefnis, tekur fyrir titlasenuna í Ófærð og ræðir við höfund hennar, Börk Sigþórsson.

„Mules“ í tökur í vor

Breska sölufyrirtækið West End Films mun sjá um alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Mules sem Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða fyrir RVK Studios. Börkur Sigþórsson mun leikstýra og áætlað er að tökur hefjist í vor.

Tökur á „Ófærð“ hafnar á Siglufirði

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á ný og fara nú fram á Siglufirði. Áður höfðu tökur farið fram í Reykjavík og nágrenni en hlé var gert fyrir jól.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR