HeimEfnisorðBorgríki II

Borgríki II

Greining | Hægist á Sveppa

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum fellur í fimmta sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi. Fall milli vikna er nokkuð skart eða 68% en engu að síður sáu myndina 2.230 manns í liðinni viku, þar af 653 um helgina. Myndin hefur fengið alls 31.274 gesti. Vafi leikur á hvort hún nái vinsælustu Sveppamyndinni, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, sem út kom 2010 og var önnur í röðinni. Sú mynd fékk alls 37.506 gesti.

Greining | Sveppi 4 komin yfir þrjátíu þúsund gesti

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum situr nú í fjórða sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi. Alls sáu myndina 4.571 manns í liðinni viku, þar af 1.995 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 30.386 gesti.

Greining | Sveppi 4 nálgast þriðja tugþúsundið

Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, gefur ögn eftir á þriðju sýningarhelgi og er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans. Alls komu 9.558 manns á myndina í liðinni viku, þar af 4.135 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 27.955 gesti.

Greining | Sveppi 4 mokar inn áhorfendum

Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, heldur áfram að moka inn áhorfendum. Alls komu 13.462 manns á myndina í liðinni viku, þar af 8.635 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 22.897 gesti eftir aðra sýningarhelgi og situr aftur á toppi aðsóknarlistans. Interstellar, sem frumsýnd var um helgina, kemur nokkuð á eftir með 7.468 gesti.

Greining | Risa opnunarhelgi á fjórðu Sveppamyndinni

Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, fékk alls 11.425 manns á opnunarhelginni og 12.225 séu forsýningar meðtaldar. Þetta er stærsta opnunarhelgi alla Sveppamyndanna fram að þessu og fjórða stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar frá því mælingar hófust 1996. Myndin trónir í efsta sætinu, en Grafir og bein eru í því þriðja með alls 2.128 gesti að forsýningum meðtöldum (1.418 um opnunarhelgina).

Gagnrýni | Borgríki 2

"Að mestu leyti mjög vönduð mynd sem heldur manni frá upphafi til enda. Þetta er það sem maður myndi kalla “solid ræmu”. Hún gerir fátt sérlega illa og nær að mestu því sem hún ætlar sér. Þetta er framhaldsmynd sem er ekki algjör endurtekning á fyrstu myndinni heldur víkkar út heiminn og bætir einhverju við, en viðheldur samt stemningu fyrstu myndarinnar," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Greining | Á áttunda þúsund hafa séð „Borgríki 2“ eftir aðra sýningarhelgi

Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu 1.375 myndina um helgina em alls 4.739 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur því 7.476 manns.

Greining | „Borgríki 2“ á toppnum eftir frumsýningarhelgina

Borgríki 2 Ólafs de Fleur átti ágæta frumsýningarhelgi, en alls sáu myndina 4.224 manns frumsýningarhelgina ef forsýningar eru meðtaldar. Myndin situr í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS. Þetta er þriðja stærsta opnun íslenskrar kvikmyndar á árinu.

Fréttablaðið um „Borgríki 2“: Betri en sú fyrri en ekki gallalaus

Lilja Katrín Gunnarsdóttir hjá Fréttablaðinu skrifar um Borgríki 2 og segir hana ágætlega heppnaða framhaldsmynd að vissu leyti sem haldi manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus.

„Borgríki 2“ frumsýnd

Almennar sýningar hefjast á morgun föstudag á Borgríki 2 - blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar. Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem sýnd var 2011.

Plakat „Borgríkis 2“ afhjúpað

Poppoli, framleiðslufyrirtæki kvikmyndarinnar Borgríki 2, hefur kynnt plakat myndarinnar sem væntanleg er í kvikmyndahús þann 17. október næstkomandi.

Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.

Allt að níu íslenskar bíómyndir sýndar í ár

Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR