HeimEfnisorðBjörn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Sjón ræðir DÝRIÐ og THE NORTHMAN

Björn Þór Vilhjálmsson hjá Kvikmyndafræði Háskóla Íslands ræðir við Sjón um handrit hans að kvikmyndunum Dýrið og The Northman í hlaðvarpi Engra stjarna.

Benedikt Erlingsson ræðir um pólítíska róttækni og íslenska bíómenningu

Í Hlaðvarpi Engra stjarna, sem kvikmyndafræðin við Háskóla Íslands heldur úti, ræðir Björn Þór Vilhjálmsson greinaformaður kvikmyndafræðinnar við Benedikt Erlingsson um mynd hans, Kona fer í stríð, pólitíska róttækni og íslenska bíómenningu í víðum skilningi.

Víðsjá um A HISTORY OF ICELANDIC FILM: Gott yfirlit um íslenska kvikmyndasögu

„Prýðilegt kynningarrit fyrir erlenda lesendur sem áhugasamir eru um íslenska kvikmyndagerð,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár um yfirlitsritið A History of Icelandic Film eftir Kanadamanninn Steve Gravestock.

Kvikmyndafræðinemar játa Bíó Paradís ást sína

Björn Þór Vilhjálmsson greinaformaður Kvikmyndafræðinnar í Háskóla Íslands hefur tekið saman fjölda ummæla nemenda Kvikmyndafræðinnar um Bíó Paradís og hvers virði bíóið er þeim.

Víðsjá um MEÐ SIGG Á SÁLINNI: Bíómyndirnar týnast innan um grobbsögur

"Með sigg á sálinni er skemmtileg aflestrar en er fjarri því sá minnisvarði um feril og lífshlaup Friðriks Þórs Friðrikssonar sem leikstjórinn verðskuldar," segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár meðal annars í umsögn sinni um bókina.

Fjallað um íslenska kvikmyndasögu í nýjasta hefti Ritsins

Íslenskar kvikmyndir er þema nýjasta heftis Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Birtast um efnið fjórar ritrýndar greinar, þrjár sögulegar og ein þar sem fjallað er um ákveðna bíómynd, Húsið eftir Egil Eðvarðsson.

Baldvin Z ræðir „Lof mér að falla“

Baldvin Z. heimsótti kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands nýverið og spjallaði um Lof mér að falla fyrir fullum sal áhugafólks um kvikmyndagerð. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ritaði stytta og ritstýrða útgáfu af því sem bar á góma í umræðunum.

Hugrás um „Söng Kanemu“: Sungið milli menningarheima

"Yfir myndinni allri er hjartanlegur bjarmi, hún er fumlaus og á sannarlega erindi," segir Björn Þór Vilhjálmsson um heimildamyndina Söngur Kanemu á Hugrás.

Þórhildur Þorleifsdóttir um „Stellu í orlofi“: Skipti sköpum að hér voru konur að verki

Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar við Þórhildi Þorleifsdóttur um Stellu í orlofi, samstarfið við leikarana og hvernig það var að stíga út úr leikhúsinu og inn í kvikmyndaheima.

Klapptré; gagnagrunnur um íslenska kvikmyndasögu

Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar greinarformanns Kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands við Ásgrím Sverrisson um menningarlegt hlutverk Klapptrés og hvernig það endurspeglar sýn Ásgríms á  kvikmyndir og íslenska kvikmyndaheiminn.

Hugrás um „Reyni sterka“: Frá ofurhetju til afbyggingar

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar á Hugrás um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z. og segir hana um margt framúrskarandi, en erfitt sé að sætta sig við að uppljóstrun um að Reynir hafi verið ofbeldismaður og hugsanlega kynferðisbrotamaður sé sett innan sviga.

Ágúst Guðmundsson ræðir gerð og viðtökur „Lands og sona“

Ágúst Guðmundsson hélt erindi um gerð og viðtökur Lands og sona, lykilverks íslenska kvikmyndavorsins, á vegum kvikmyndafræði Háskóla Íslands þann 21. september 2017. Erindi Ágústs má horfa á hér. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ræddi jafnframt við Ágúst um myndina, ferilinn og íslenska kvikmyndagerð.

Hugrás um „Varnarliðið“: Klassískt form og alþekkjandi ávarp

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar um heimildamynd Guðbergs Davíðssonar og Konráðs Gylfasonar Varnarliðið - kaldastríðsútvörður á Hugrás og segir hana afar vel úr garði gerða.

Hugrás um „Rökkur“: Margt býr í rökkrinu

„Óhætt er jafnframt að segja að Erlingur sé nákunnugur hefðinni og byggingaþáttum hryllingsmynda, Rökkur ber þess einkar skýr merki, og úr þessum efnivið er unnið á framúrskarandi máta,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen á Hugrás.

Hugrás um „Sumarbörn“: Að mörgu leyti afskaplega vel heppnuð

"Útkoman er forvitnileg og að mörgu leyti afskaplega vel heppnuð kvikmynd," segir Björn Þór Vilhjálmsson kvikmyndafræðingur um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur á Hugrás, vefriti Háskóla Íslands.

„Fjallkóngar“: Landssýn í lifandi myndum

"Í Fjallkóngum er fjallað um venjulegt fólk og það sem meira er, það er gert með hlýju og nærgætni. Þá er efninu miðlað með óvenjulegri djörfung miðað við form sambærilegra mynda undanfarin ár og áratugi," skrifar Björn Þór Vilhjálmsson lektor í kvikmyndafræði meðal annars í ítarlegri greiningu um heimildamyndina Fjallkónga.

Skynheild ímyndarinnar

Björn Þór Vilhjálmsson lektor í kvikmyndafræði skrifar áhugaverða grein í Hugrás um íslenskt listabíó og Hjartastein sérstaklega.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR