HeimEfnisorðBjörn Hlynur Haraldsson

Björn Hlynur Haraldsson

Vesturport undirbýr þáttaröð um hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í forsetastól

Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.

Aðstandendur VERBÚÐARINNAR lögðu upp með að hafa þetta líflegt

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir ræddu við Atla Má Steinarsson í hlaðvarpsþættinum Með Verbúðina á heilanum í kjölfarið á lokaþætti Verbúðarinnar.

VERBÚÐ verðlaunuð á Spáni

Þáttaröðin Verbúð, hugarfóstur Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Nínu Daggar Filippusardóttur, hlaut á dögunum dómnefndarverðlaunin á hátíðinni Serielizados Fest á Spáni. Hátt í 40 þættir og heimildarmyndir voru sýnd á hátíðinni.

Þáttaröðin VERBÚÐ fær um 43 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Tökur á þáttaröðinni Verbúð eru hafnar og munu standa til ágústloka. Verkefnið fékk á dögunum um 43 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

[Stikla] Björn Hlynur slæst við Gael Garcia Bernal í nýrri mynd

Björn Hlynur Haraldsson, sem nú birtist reglulega í annarri syrpu Fortitude, fer með stórt hlutverk í mexíkósku myndinni Me estás matando Susana (Þú drepur mig Susana) þar sem hann meðal annars tuskast á við hinn kunna leikara Gael Garcia Bernal.

[Stikla] Önnur syrpa „Fortitude“ hefst 26. janúar

Önnur syrpa þáttaraðarinnar Fortitude hefst 26. janúar á Sky. Sýningar á RÚV hefjast væntanlega um svipað leyti. Stikla þáttaraðarinnar hefur verið opinberuð.

Prufuþáttur byggður á „Blóðbergi“ gerður fyrir Showtime

Björn Hlynur Haraldsson vinnur þessa dagana að handriti prufuþáttar (pilot) sem byggður er á bíómynd hans Blóðbergi. Tökur á prufuþættinum munu fara fram næsta sumar. Thruline Entertainment í Los Angeles heldur utan um verkefnið fyrir Showtime.

„Blóðberg“ á Chicago hátíðinni

Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar verður sýnd á The Chicago International Film Festival sem fram fer dagana 15.-29. október næstkomandi. Chicago hátíðin er ein sú elsta í Bandaríkjunum og er nú haldin í 51. sinn.

Björn Hlynur um „Blóðberg“: Það er aldrei rétti tíminn til þess að segja frá leyndarmálum

Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag en kemur svo í kvikmyndahús þann 10. apríl. Björn Hlynur ræðir um myndina í viðtali við Fréttablaðið.

„Blóðberg“ stiklan er komin

Blóðberg, kvikmynd Björns Hlyns Haraldssonar, kemur í kvikmyndahús þann 10. apríl en verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag, 5. apríl. Þetta er í annað sinn í íslenskri kvikmyndasögu sem kvikmynd er opinberuð með þessum hætti og verður spennandi að sjá hvernig viðtökur almennings verða. Stikla myndarinnar hefur nú verið opinberuð og má sjá hér.

Plakat „Blóðbergs“ afhjúpað

Vesturport, framleiðandi kvikmyndarinnar Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar, hefur sent frá sér plakat myndarinnar sem sýnd verður á næsta ári.

„Blóðberg“ Björns Hlyns Haraldssonar í tökur 5. ágúst

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.

Tökur á „Fortitude“ hefjast á Reyðarfirði

Um 70 Íslendingar og 50 útlendingar auk 30 erlendra leikara vinna við verkefnið, en vonir standa til að gerðar verði nokkrar þáttaraðir. Tökur verða víðar um Austurland en kostnaður nálgast milljarð króna.

Tökur á „Fortitude“ hafnar, Björn Hlynur og Stanley Tucci hefja leikinn

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Fortitude hefjast í dag í London og verða meðal annars tekin upp atriði með Birni Hlyni Haraldssyni og Stanley Tucci. Von er á Sofie Grabol og fleirum á morgun. Tökur á Reyðarfirði hefjast innan skamms.

Tökur hafnar á „Hrauninu“

Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR