HeimEfnisorðBÍL

BÍL

Bandalag íslenskra listamanna gagnrýnir niðurskurð harðlega

Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent.

BÍL: Nauðsynlegt að gera nýja áætlun um eflingu Kvikmyndasjóðs

Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur lagt fram umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2018. Meðal þess sem BÍL leggur til er að framlag til Kvikmyndasjóðs verði nær tvöfaldað og nái 2 milljörðum króna 2020 og að RÚV fái bætta þá skerðingu sem félagið hefur sætt á undanförnum árum.

BÍL um RÚV: Ríkisútvarpið verði styrkt

Stjórn BÍL hefur sent frá sér ályktun um málefni Ríkisútvarpsins þar sem því er beint til menningarmálaráðherra að Ríkisútvarpið verði styrkt svo sem verða má, jafnt í rekstrarlegu sem menningarlegu tilliti, svo tryggt verði að það fái staðið af metnaði undir lagalegu hlutverki sínu á vettvangi almannaþjónustu og menningar.

BÍL vill aukin framlög til kvikmyndagerðar, óskert útvarpsgjald og aukna fjárfestingu í skapandi greinum

Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur sent umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2015 til fjárlaganefndar, nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar fengu umsögnina einnig senda. Meðal annars leggur BÍL til að framlag í Kvikmyndasjóð verði aukið um 200 milljónir króna og að innheimtu útvarpsgjaldi verði skilað að fullu til Ríkisútvarpsins.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR