HeimEfnisorðÁsdís Thoroddsen

Ásdís Thoroddsen

[Stikla] Heimildamyndin MILLI FJALLS OG FJÖRU frumsýnd í Bíó Paradís

Heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Milli fjalls og fjöru, fjallar um skóg á Íslandi; skógeyðingu, skógnýtingu, og skógrækt. Almennar sýningar hefjast á fimmtudag í Bíó Paradís.

[Stikla] „Gósenlandið“ frumsýnd 17. október

Heimildamyndin Gósenlandið eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 17. október næstkomandi. Í myndinni er fjallað um íslenska matarhefð og þær breytingar sem hafa átt sér stað í matarsögu Íslendinga. Söguna segir Elín Methúsalemsdóttir heitin og fjölskylda hennar.

Knúz um „Skjól og skart“: Algjört konfekt

Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar á vefinn Knúz um Skjól og skart Ásdísar Thoroddsen og segir hana skemmtilega gerða og tilgerðarlitla mynd um afmarkað en afar margrætt efni.

[Stikla] Heimildamyndin „Skjól og skart“ í Bíó Paradís frá 14. september

Skjól og skart er ný heimildamynd eftir Ásdísi Thoroddsen um íslenska þjóðbúninga og handverkið og menninguna sem tengist þeim. Sýningar hefjast í Bíó Paradís þann 14. september.

DV um „Veðrabrigði“: Hryðjuverkin í París norðursins

Valur Gunnarsson skrifar um heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Veðrabrigði og segir hana eiga hrós skilið fyrir að minnsta kosti reyna að súmma út, og sýna okkur hvernig stórar ákvarðanir fyrir sunnan hafa áhrif á líf raunverulegs fólks. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu.

Ásdís Thoroddsen um „Veðrabrigði“: Kjarni myndarinnar er hvarf kvótans

Ásdís Thoroddsen ræðir við Fréttatímann um nýjustu mynd sína, heimildamyndina Veðrabrigði sem nú er sýnd í Bíó Paradís í nokkra daga. Sögusviðið er Flateyri og myndin lýsir því hvernig tilfinning situr eftir í litlu sjávarþorpi þegar kvótinn er seldur í burtu.

Heimildamyndin „Veðrabrigði“ frumsýnd, stikla hér

Heimildamyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 26. nóvember og verður sýnd í viku. Myndin segir af sjávarþorpinu Flateyri þar sem íbúar berjast fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög íbúanna í hendur þeirra sem réðu kvótanum.

Flateyri vettvangur nýrrar heimildamyndar um baráttu sjávarþorpa fyrir tilveru sinni

Ásdís Thoroddsen leikstjóri hefur lokið gerð heimildamyndar um lífsbaráttuna á Flateyri. Myndin, sem kallast Veðrabrigði, verður forsýnd í félagsheimilinu á Flateyri næstkomandi laugardag en hún verður jafnframt á dagskrá RÚV í vetur. Hjálmtýr Heiðdal framleiðir myndina.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR