HeimEfnisorðÁgúst Guðmundsson

Ágúst Guðmundsson

Ágúst Guðmundsson: Menningarverðmæti eru hin raunverulegu verðmæti

Ágúst Guðmundsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Eddunni 2023 fyrir sitt afar mikilvæga og einstaka framlag til íslenskrar kvikmyndalistar.

Ágúst Guðmundsson vill gera kvikmynd um hrunið

Ágúst Guðmundsson hyggst gera að minnsta kosti eina bíómynd og eina heimildamynd áður en hann sest í helgan stein, en Ágúst varð 73 ára á dögunum. Þetta kemur fram í viðtali við Lifðu núna.

Ágúst Guðmundsson: Blómaskeið íslenskra kvikmynda

"Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri í grein í Vísi og hvetur til þess að meira fjármagni verði varið til Kvikmyndasjóðs.

Ágúst Guðmundsson ræðir gerð og viðtökur „Lands og sona“

Ágúst Guðmundsson hélt erindi um gerð og viðtökur Lands og sona, lykilverks íslenska kvikmyndavorsins, á vegum kvikmyndafræði Háskóla Íslands þann 21. september 2017. Erindi Ágústs má horfa á hér. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ræddi jafnframt við Ágúst um myndina, ferilinn og íslenska kvikmyndagerð.

Mörg járn í eldinum hjá Republik

Framleiðslufyrirtækið Republik stofnaði dagskrárdeild á síðasta ári og hefur þegar sent frá sér tvær heimildamyndir, Fjallabræður í Abbey Road sem sýnd var á RÚV s.l. vetur og Spólað yfir hafið sem sýnd var í Bíó Paradís og verður á dagskrá RÚV í haust. Mörg önnur verkefni eru í vinnslu, þar á meðal heimildamynd um Björgvin Halldórsson og önnur um Retro Stefson.

Íslenskir leikstjórar ræða myndir sínar í fyrirlestraröð á vegum Kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands

Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands mun halda fyrirlestrarröð í vetur undir heitinu „Íslensk kvikmyndaklassík“, þar sem mikilvægum brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar og athyglisverðum samtímaleikstjórum er boðið í heimsókn til að ræða um tilurð, framleiðslu og viðtökur tiltekinnar myndar eftir sig. Kvikmyndaskáldið Ágúst Guðmundsson ríður á vaðið fimmtudaginn 21. september kl. 12 í Veröld (húsi stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur), stofu 108 og mun hann ræða um kvikmynd sína Land og syni frá 1980. Fyrirlestrarnir verða haldnir einu sinni í mánuði og eru öllum opnir.

„Gullsandur“ loksins komin í leitirnar, myndin sýnd í nokkra daga í Bíó Paradís

Eftir fimmtán ára leit fann leikstjórinn Ágúst Guðmundsson loksins frumeintakið af kvikmyndinni Gullsandur í London en myndina gerði hann árið 1984. Eintakið var týnt í aldarfjórðung og hefði myndin að líkindum glatast ef þrjóska leikstjórans við leitina hefði ekki skilað árangri. Þetta kom fram í Kastljósi RÚV en myndin verður sýnd í nokkra daga í Bíó Paradís.

Ágúst Guðmundsson lögsækir fyrir höfundarréttarbrot

Ágúst Guðmundsson leikstjóri og framleiðandi kvikmyndarinnar Ófeigur gengur aftur segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við YouTube og sérlega ósvífinn höfundarréttarbrotamann.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR