Rússneska myndin “Dom” í Bæjarbíói

Kvikmyndasafnið sýnir í Bæjarbíói rússneska þrillerinn Dom eða Heimilið eftir Oleg Pogodin frá 2012 og vekur sérstaka athygli á frumlegum, hressilegum myndstíl, sem byggir á óvæntum sjónarhornum.
Posted On 11 Nov 2013

ESB eykur stuðning við kvikmyndir og aðrar skapandi greinar um 35% frá næsta ári

Creative Europe mun áfram styðja verkefnaþróun, dreifingu og menntun gegnum MEDIA, en áherslur á kvikmyndalæsi og stafræna dreifingu bætast við.
Posted On 09 Nov 2013

“Logan´s Run” á Svörtum sunnudegi

Hví ekki að rúnna af helgina með költklassíkinni Logan's Run, sýnd sunnudagskvöld kl. 20 í Bíó Paradís.
Posted On 08 Nov 2013

FilmSharks selur “Hross í oss”

Fyrirtækið mun meðal annars kynna myndina fyrir væntanlegum kaupendum á American Film Market sem hófst í gær.
Posted On 07 Nov 2013

Fred Durst og 20th Century Fox lýsa áhuga á að endurgera “Málmhaus”

Söngvari Limp Bizkit og 20th Century Fox í viðræðum við aðstandendur myndarinnar.
Posted On 07 Nov 2013

“Oueen of Montreuil” Sólveigar Anspach verðlaunuð í Stuttgart

Hlaut dómnefndarverðlaun unga fólksins á frönskum kvikmyndadögum í Stuttgart Þýskalandi sem lauk í gær.
Posted On 07 Nov 2013

Wall Street Journal fjallar um ástandið í íslenskum kvikmyndaiðnaði

Wall Street Journal birtir fréttaskýringu um íslenskan kvikmyndaiðnað, 20% endurgreiðsluna og fyrirhugaðan niðurskurð.
Posted On 06 Nov 2013

Þingmaður býsnast yfir nýjum sjónvarpsþætti

Segist ekki vita hvaðan 10 milljónir í verðlaunafé komi, en segir jafnframt að kostun sé ekki heimil á RÚV og það sé með ólíkindum ef nota eigi skattfé almennings með þessum hætti. Löngu ljóst að Íslandsspil útvegar verðlaunafé. Kostun heimil á RÚV til áramóta, eftir það gilda takmarkanir skv. nýjum lögum.
Posted On 06 Nov 2013

Ást og kynlíf á tímum hnignunar

Ný skáldsaga Vals Gunnarssonar, Síðasti elskhuginn, hefst í Bíó Paradís. Af því tilefni verður kvikmyndin The Decline of the American Empire eftir Denys Arcand sýnd í bíóinu n.k. laugardag, 9. nóvember, kl. 18 sem hluti af útgáfuhófi bókarinnar. Valur mun ræða sögusvið skáldsögu sinnar á undan sýningu myndarinnar.
Posted On 06 Nov 2013

Vinnusmiðja um þróun verkefna með auga á dreifingu

Vinnusmiðja á vegum Wift um verkefnaþróun með áherslu á dreifingu með Margaret Glover mánudaginn 18. nóvember.
Posted On 06 Nov 2013

“Hrafnhildur” hlaut verðlaun í Lübeck

Mynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í heimildamyndaflokki.
Posted On 05 Nov 2013

“Faust” eftir Alexandr Sokurov í Bæjarbíói

Myndin að hluta tekin hér á landi sumarið 2011 og mun Sigurður Skúlason, sem fer með hlutverk í henni, segja nokkur orð við upphaf sýningar annað kvöld.
Posted On 04 Nov 2013

Stór bresk/bandarísk sería, “Fortitude”, mynduð hér á landi eftir áramót

Heimildir Klapptrés herma að í undirbúningi séu tökur á bresk/bandarísku sjónvarpsseríunni Fortitude hér á landi og að stefnt sé á að hefjast handa í upphafi næsta árs.
Posted On 04 Nov 2013

Íslenskar Netflix þjónustur á leiðinni?

Viðskiptablaðið greinir frá því að nokkrir aðilar séu að undirbúa þjónustu á borð við þá sem Netflix veitir.
Posted On 01 Nov 2013

Bíó Paradís sýnir “Við erum bestar!” eftir Lukas Moodysson

Almennar sýningar á nýjustu mynd sænska leikstjórans Lukas Moodysson, Vi är bäst! (Við erum bestar!) hefjast í Bíó Paradís á föstudag. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og var valin besta mynd Tokyohátíðarinnar á dögunum.
Posted On 31 Oct 2013

Stuttmyndin “Good Night” verðlaunuð í Bretlandi

Stuttmyndin Good Night, sem framleidd er af Evu Sigurðardóttur, vann til tveggja verðlauna á Colchester Film Festival í Bretlandi sem lauk í fyrradag.
Posted On 29 Oct 2013

Ný stikla úr “True Detective” með Ólafi Darra

Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í HBO þáttunum True Detective sem sýndir verða í janúar.
Posted On 29 Oct 2013

Menntamálaráðherra boðar breytingar á fjármögnun RÚV

Vill taka til baka ráðgerða hækkun á framlagi en nema úr gildi fyrirhugaðar takmarkanir á auglýsingum og kostun.
Posted On 27 Oct 2013

“Heilabrotinn” sýnd í Sambíóunum

Stuttmynd Braga Þórs Hinrikssonar sýnd í Sambíóunum á undan bandarísku bíómyndinni Disconnect.
Posted On 27 Oct 2013

Fyrstu myndir úr “Sumarbörnum”

Skoðaðu bráðabirgðastiklu fyrir myndina.
Posted On 27 Oct 2013

Benedikt Erlingsson fær leikstjóraverðlaunin í Tokyo fyrir “Hross í oss”

Önnur stóru verðlaun Benedikts og myndarinnar á innan við mánuði.
Posted On 25 Oct 2013

“Hross í oss” nú í keppni í Tokyo, þaðan til Lübeck sem opnunarmynd

Fylgist með hér, úrslit í Tokyo verða ljós uppúr hádegi.
Posted On 24 Oct 2013

Sunnudagsmorgunn Gísla Marteins í loftið

Nýr spjallþáttur Gísla Marteins hefst 27. október á RÚV. Jón Egill Bergþórsson stýrir upptökum og Úlfur Grönvold gerir leikmynd.
Posted On 24 Oct 2013

“Paradís: Trú”, “To the Wonder” og Rússneskir dagar í Bíó Paradís

Önnur myndin í Paradísarþrílek Ulrich Seidl, nýjasta mynd Terrence Malick og úrval nýlegra rússneskra kvikmynda í Bíó Paradís um helgina.
Posted On 23 Oct 2013