Noomi Rapace leikur í „Dýrinu“ sem tekin verður upp í sumar

Noomi Rapace.

Sænska leikkonan Noomi Rapace (Menn sem hata konur) leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Dýrið sem tekin verður upp hérlendis í sumar og sýnd á næsta ári.

RÚV segir frá og vísar í frétt Variety:

Fjölmiðillinn lýsir kvikmyndinni sem yfirnáttúrulegu drama í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar, sem skrifar handrit ásamt Sjón.

Variety hefur eftir Rapace að handrit sem þetta sé sjaldgæft og að henni hafi fundist hún verða að taka þátt í myndinni. „Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt áður og get ekki beðið eftir að hefja tökur og snúa til róta minna á Íslandi.“ Rapace átti heima á Íslandi í þrjú ár sem barn og var statisti í kvikmyndinni Í skugga hrafnsins.

Kvikmyndin fjallar um Maríu og Ingvar sem búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamingju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik.

Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim eru framleiðendur myndarinnar.

Sjá nánar hér: Noomi Rapace í mynd eftir handriti Sjón

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR