Veigar Margeirsson semur tónlist fyrir stiklu „Ready Player One“ eftir Spielberg

Veigar Margeirsson.

Veigar Margeirsson tónskáld semur tónlist fyrir stiklu kvikmyndarinnar Ready Player One sem Steven Spielberg leikstýrir. Myndin kemur út á næsta ári en stiklan er kynnt á yfirstandandi Comic Con hátíð í San Diego.

Veigar segir frá þessu á Facebook síðu sinni og segir meðal annars:

It’s not every day you get to work for Mr. Steven Spielberg, and I am finally allowed to talk about it. It was both exciting and challenging to base this new composition on the iconic song „Pure Imagination,“ famously performed by the late Gene Wilder.

Í færslu Veigars kemur einnig fram að tónlistin sé spiluð inn af á annað hundrað hljóðfæraleikara Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Prag.

Veigar hefur starfað í Los Angeles um árabil en fyrirtæki hans Pitch Hammer Music, sérhæfir sig í gerð tónlistar fyrir stiklur.

Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan:

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR