Sex íslenskar kvikmyndir á Nordisk Panorama

Rammi úr Out of Thin Air.

Sex íslenskar stutt- og heimildamyndir hafa verið valdar á Nordisk Panorama hátíðina sem fram fer 21.-26. september í Malmö, Svíþjóð. Þetta eru heimildamyndin Out of Thin Air og stuttmyndirnar Frelsun, Fantasy on Sarabanda, Skuggsjá, Búi og Engir draugar.

Heimildamyndin Out of Thin Air  er stýrt af Dylan Dowitt og er íslensk/bresk samframleiðsla. Hún var valin til þátttöku á Nordic Docs.

Stuttmyndirnar Frelsun, eftir Þóru Hilmarsdóttur sem er íslensk/sænsk samframleiðsla, og Skuggsjá eftir Magnús Ingvar Bjarnason voru valdar til þátttöku á Nordic Short.

Stuttmyndin Fantasy on Sarabanda eftir Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur var valin til þátttöku í New Nordic Voice.

Loks voru myndirnar Búi eftir Ingu Lisu Middleton og Engir draugar eftir Ragnar Snorrason valdar til þátttöku á Young Nordics.

Veitt eru verðlaun fyrir bestu heimildamyndina, stuttmyndina og björtustu vonina (Best New Nordic Voice), auk áhorfendaverðlauna. Hliðarkeppni af stutt- og heimildamyndakeppnunum er svo Young Nordics þar sem keppa myndir sem sérstaklega ætlaðar börnum.

Nordisk Panorama hátíðin nýtur meðal annars stuðnings kvikmyndamiðstöðva allra Norðurlandanna, Norðurlandaráðs og Creative Europe áætlunar ESB.

Sjá nánar hér: Sex íslenskar kvikmyndir valdar til þátttöku á Nordisk Panorama | Fréttir | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR