Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2016

Ólafur Darri Ólafsson og Ingvar E. Sigurðsson í Ófærð.

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2016.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (Sarpur, tímaflakk, VOD ofl.)

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Engar stuttmyndir voru frumsýndar í sjónvarpi 2016.

Endursýningum á eldri verkum hefur verið sleppt að þessu sinni.

Einnig er rétt að benda á að sumar tölur eru námundaðar, á það sérstaklega við um verk sem sýnd eru í bútum (með auglýsingahléum) en nokkuð flókið er að finna út hárnákvæmt áhorf á slíkar sýningar. Tölurnar eru þó nærri lagi.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Ófærð fékk mest áhorf af öllu leiknu efni í sjónvarpi 2016.

Áhorf á leikið efni 2016

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
ÓfærðRÚV92-366***133.100
LigegladRÚV6234,2***82.764
BúiRÚV1120,850.336
BorgarstjórinnStöð 292-312,6***30.492
Þær tværStöð 291-24,2***10.164
***Meðaláhorf á þátt.| Athugið að í tilfelli Ófærðar eru aðeins tíndir til þeir níu þættir sem sýndir voru á árinu 2016 (Fyrsti þáttur var sýndur undir lok árs 2015). 
Hrútar naut mests áhorfs allra bíómynda í sjónvarpi 2016.

Áhorf á bíómyndir 2016

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
HrútarRÚV1137,891,476
AfinnRÚV1136,387,846
Fyrir framan annað fólkRÚV1119,747,674
FúsiRÚV1117,341,866
GrimmdStöð 21111,427,588
Rammi úr heimildaþáttaröðinni Popp- og rokksögu Íslands eftir Markelsbræður. Verkið naut mest áhorfs heimildaverka í sjónvarpi 2016.

Áhorf á heimildamyndir 2016

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
Popp- og rokksaga ÍslandsRÚV72-631,9***77.198
Dagur í lífi þjóðarRÚV1226,3**63.646
Stóra sviðiðRÚV81-322,1***53.482
Humarsúpa innifalinRÚV1221,7**52.514
SundiðRÚV1220,8**50.336
SvartihnjúkurRÚV1120,248.884
Íslenska krónanRÚV1115,537.510
Þeir sem þoraRÚV1111,628.072
Höfundur óþekkturRÚV1210,8**26.136
Megas og GrímurRÚV1110,625.652
Stansað, dansað og öskraðRÚV1210,4**25.168
SvanfríðurRÚV128,6**20.812
VikingoRÚV118,620.812
Það er gott að vera hérRÚV117,618.392
BiðinRÚV11512.100
**Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR