[Stikla] „Snjór og Salóme“ frumsýnd 7. apríl

Plakatið gerði Atli Sigursveinsson.
Plakatið gerði Atli Sigursveinsson.

Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófson verður frumsýnd í Senubíóunum 7. apríl næstkomandi. Stiklu myndarinnar má sjá hér.

Snjór og Salóme er um unga konu, Salóme, sem býr með fyrr­ver­andi kær­asta sín­um og besta vini, Hrafni. Babb kem­ur í bát­inn þegar Hrafn barn­ar aðra stelpu, sem í kjöl­farið flyt­ur inn til þeirra.

Með aðalhlutverk fara Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson, Guðmundur Snorri Sigurðarson, Ævar Már Ágústsson og Júlí Heiðar Halldórsson. Í öðrum hlutverkum eru m.a. Guðjón Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Framleiðendur eru Magnús Thoroddsen Ívarsson og Telma Huld Jóhannesdóttir. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton Friðþjófsson, en þetta sama teymi gerði einnig kvikmyndina Webcam sem sýnd var 2015.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR