Um tvö þúsund manns hafa séð „Fjallkónga“ Guðmundar Bergkvist

Guðmundur Bergkvist við tökur á Fjallkóngum.

Guðmundur Bergkvist frumsýndi heimildamynd sína Fjallkóngar þann 12. janúar s.l. og hefur myndin verið sýnd bæði í Reykjavík og víða um land. Um 2.000 manns hafa nú séð myndina að sögn Guðmundar, sem telst mjög gott fyrir heimildamynd.

Morgunblaðið fjallaði um myndina við útkomu og þar kemur meðal annars eftirfarandi fram:

Guðmund­ur Berg­kvist seg­ist hafa orðið al­veg heillaður af sauðfjár­bænd­um í Skaft­ár­tungu sem hann fékk að fara með í nokkr­ar fjall­ferðir í stór­brot­inni nátt­úru­feg­urð. Hann frum­sýn­ir á morg­un heim­ild­ar­mynd sína, Fjall­kóng­ar, sem er fyrst og fremst mynd um fólk, en ekki kind­ur. Guðmund­ur seg­ir fólk hafa tekið góðan tíma í að hleypa hon­um að sér. Hann var fimm ár að vinna að mynd­inni.

Það er eitt­hvað þarna aust­ur­frá sem tog­ar mig alltaf aft­ur þangað. Ég fór á hverju ári að veiða í Tungufljót­inu og ég sæki mikið á þetta svæði, samt er ég ekki tengd­ur því nein­um fjöl­skyldu­bönd­um og var ekki í sveit þar sem ung­ur dreng­ur. Mín fyrstu kynni af fólk­inu í Skaft­ár­tungu voru í gegn­um störf mín sem tökumaður hjá Rúv, þegar ég var send­ur aust­ur til að mynda og taka viðtal við Dóra fjall­kóng. Hann er reglu­lega í frétt­un­um þegar Skaft­ár­hlaup­in koma, því jörðin hans Ytri-Ásar ligg­ur ná­lægt Skaftá og Eld­vatni. Ég fékk hug­mynd­ina að mynd­inni minni ein­mitt út frá kynn­um mín­um af Dóra, sem er stór­kost­leg­ur per­sónu­leiki. Mér fannst þessi ver­öld öll svo spenn­andi og fólkið sem til­heyr­ir henni,“ seg­ir Guðmund­ur Berg­kvist kvik­mynda­gerðarmaður sem frum­sýn­ir heim­ild­ar­mynd sína, Fjall­kóng­ar, á morg­un, fimmtu­dag. Hún fjall­ar um sauðfjár­bænd­ur í Skaft­ár­tungu og þar er fylgst með lífi þeirra á nokk­urra ára tíma­bili.

Úr Fjallkóngum: Gísli Hall­dór Magnús­son bóndi á Ytri Ásum.

„Það stóð ekki til í upp­hafi að taka fimm ár í að gera mynd­ina, en ég fór þris­var á fjall með þessu fólki og þar fyr­ir utan myndaði ég það við störf sín á öll­um árs­tím­um. Fókus­inn í mynd­inni er vissu­lega á fjall­ferðir, af því að af­rétt­ur­inn er það sem sam­ein­ar þetta fólk. Þau eru öll í sauðfjár­rækt og til að geta verið í því af al­vöru þá verður fólk að hafa af­rétt til að reka féð á yfir sum­arið. Og þá verður fólk líka að sam­ein­ast um af­rétt­inn og standa sam­an í fjár­leit­um, þó að allt logi kannski í ill­deil­um und­ir niðri,“ seg­ir Guðmund­ur og hlær.

„Það mátti litlu muna að ég dræpi mig“

Guðmund­ur seg­ir að hann hafi eign­ast marga góða vini í fólk­inu sem er í mynd­inni hans.

„Ég varð al­veg heillaður af þessu öllu sam­an, að fara með þeim á fjall og kynn­ast þeim öll­um svona vel. Nú fer ég á þorra­blót­in í sveit­inni og hvað eina,“ seg­ir hann og hlær al­sæll.

„Þetta var mik­il lang­ferð hjá mér, þessi fimm ár, og rosa­lega erfitt á köfl­um, ég lenti í öll­um and­skot­an­um. Ég lenti tvisvar í brjáluðu veðri, í annað skiptið var það mannskaðaveður, þá fórst er­lend­ur ferðamaður nokkra kíló­metra frá þar sem við vor­um. Ég fauk út af á fjór­hjól­inu og mátti litlu muna að ég dræpi mig. Ég kom þarna í upp­hafi töku­ferl­is­ins í fjárskaðaveðrinu haustið 2012, þá var brjálæðis­lega hvasst og ég var á byrj­un­ar­reit í kynn­um mín­um af þessu fólki. Menn voru ekk­ert al­veg á því að hleypa mér að sér, enda ekki sjálf­gefið að fólk geri það strax. Það tók tals­verðan tíma.“

Sjá nánar hér: „Þetta er magnað og harðduglegt fólk“ – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR