Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson

Hera Hilmarsdóttir (Mynd: Universal Pictures).

Hera Hilmarsdóttir mun fara með aðal kvenhlutverkið í kvikmyndinni Mortal Engines sem Peter Jackson framleiðir.

Variety skýrir frá þessu.

Jackson, Fran Walsh, and Philippa Boyens – sem öll komu að handritasmíði Hringadróttinsseríunnar – munu skrifa handritið sem byggt er á skáldsögu Philip Reeve. Fyrirhugað er að gera fleiri myndir um þennan sagnaheim.

Jackson og hans teymi munu framleiða myndina, Christian Rivers leikstýrir. MRC og Universal fjármagna, Universal mun jafnframt dreifa á heimsvísu.

Þræðinum er svo lýst:

The book is set thousands of years in the future. Earth’s cities now roam the globe on huge wheels, devouring each other in a struggle over diminishing resources. On one of these massive Traction Cities, Tom Natsworthy has an unexpected encounter with a mysterious young woman from the Outlands, who will change the course of his life forever.

Áætlað er að tökur hefjist á Nýja Sjálandi í vor og að myndin verði frumsýnd jólin 2018.

Þetta er fyrsta hlutverk Heru í stórri Hollywood mynd. Hún hefur nýlokið við að leika í The Ottoman Lieutenant ásamt Josh Hartnett og An Ordinary Man með Ben Kingsley. Báðar myndirnar eru væntanlegar.

Sjá nánar hér: Hera Hilmar Lands Female Lead in Peter Jackson’s ‘Mortal Engines’ | Variety

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR