„Eiðurinn“ verðlaunuð á Ítalíu

Rammi úr Eiðinum. Ljósmynd: Lilja Jónsdóttir.

Eiðurinn Baltasars Kormáks var í gærkvöldi valin besta myndin á Noir in Film kvikmyndahátíðinni í Milano á Ítalíu.

Hátíðin leggur áherslu á spennu- og glæpamyndir, en þetta er í 26. sinn sem hún fer fram.

Í umsögn dómnefndar segir:

For the sublime skill with which the director, who also acted in and produced the film, was able to portray the drama of a man forced to confront his own contradictions, in a highly personal style that shows Kormákur’s mastery of the visual and dramaturgical aspects of the film medium.

Ingvar E. Sigurðsson hlaut verðlaun á þessari hátíð sem besti leikarinn í aðalhlutverki 2007, fyrir Mýrina.

Eiðurinn er aðsóknarmesta og tekjuhæsta mynd ársins á Íslandi 2016.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR