[Stikla] Ugla Hauksdóttir fær verðlaun Directors Guild of America fyrir „How Far She Went“

Ugla Hauksdóttir.

Ung ís­lensk kvik­mynda­gerðar­kona, Ugla Hauksdóttir, hlaut nú í vik­unni verðlaun banda­rísku leik­stjóra­sam­tak­anna, The Directors Guild of America, sem besti kven­leik­stjór­inn í hópi leik­stjórn­ar­nema fyrir How Far She Went, útskriftarverkefni sitt frá kvikmyndadeild Columbia háskóla í New York.

Myndin fjall­ar um sam­band ömmu og barna­barns­ins sem hún ann­ast. Spenna er á milli þeirra og stúlk­unni leiðist. Hún sting­ur því af að hitta stráka, sem reyn­ast vafa­sam­ir ein­stak­ling­ar, og amm­an gríp­ur þá inn í at­b­urðarás­ina með at­hygl­is­verðum af­leiðing­um.

Sjá nánar hér: DGA Announces Diverse Student Film Winners | Hollywood Reporter

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR