Aðsókn | „Grimmd“ nálgast tuttugu þúsund gesti

Margrét Vilhjálmsdóttir fer með annað aðalhlutverkið í Grimmd eftir Anton Sigurðsson.
Margrét Vilhjálmsdóttir fer með annað aðalhlutverkið í Grimmd eftir Anton Sigurðsson.

Grimmd Antons Sigurðssonar nálgast tuttugu þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi og Eiðurinn Baltasars Kormáks hefur nú fengið yfir 41 þúsund gesti eftir 12 vikur.

ATHUGIÐ: Til frekari glöggvunar á þróun aðsóknar mun Klapptré eftirleiðis einnig birta sérstakan dálk sem sýnir stöðu heildaraðsóknar viðkomandi myndar eins og hún stóð viku fyrr.

1,563 sáu Grimmd í vikunni. Heildargestafjöldi nemur nú 19,405 gestum eftir sex vikur.

Eiðinn sáu 990 manns í vikunni. Samtals hafa 41,020 séð myndina eftir 12 vikur.

Heimildamyndina Baskavígin sáu 335 manns í vikunni. Alls hafa 605 manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi.

125 sáu heimildamyndina Rúntinn I eftir Steingrím Dúa Másson, sem frumsýnd var um helgina.

44 gestir sáu Innsæi í vikunni. Alls hafa 1,988 gestir hafa séð myndina eftir áttundu sýningarhelgi.

36 sáu heimildamyndina Svarta gengið í vikunni. Alls hafa 322 séð myndina eftir þrjár helgar í sýningu.

Aðsókn á íslenskar myndir 21.-27. nóvember 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
6Grimmd1,56319,40517,842
12Eiðurinn99041,02040,030
2Baskavígin335605270
Rúnturinn I125125-
7Innsæi441,9881,944
3Svarta gengið36322286
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR