Variety telur „Þresti“ eiga möguleika í Óskarnum

threstir-varietyÍ nýju sérhefti Variety sem helgað er þeim kvikmyndum sem taka þátt í Óskarsvalinu á erlendri kvikmynd ársins er Þrestir Rúnars Rúnarssonar meðal þeirra sjö mynda sem þykja eiga mesta möguleika úr hópi evrópskra.

Í heftinu er farið í gegnum svæði heimsins og skoðaðar helstu myndirnar frá hverju þeirra fyrir sig. Ummæli Variety má sjá hér fyrir neðan, en athygli vekur að þetta er þriðja árið í röð sem stóru erlendu kvikmyndafagmiðlarnir telja íslenska kvikmynd eiga möguleika í Óskarsvalinu – í fyrra voru það Hrútar og þar áður Hross í oss.

Sýningar á Þröstum vegna Óskarsforvalsins fara fram í nóvember og desember í Los Angeles. Fyrir nokkru samþykkti ríkisstjórnin sérstaka fjárveitingu til myndarinnar vegna Óskarsvalsins.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR