„Hjartasteinn“ fær áhorfendaverðlaun CPH:PIX

Jesper Morthorst og Lise Orheim Stender frá SF Studios í Danmörku taka á móti verðlaununum.
Jesper Morthorst og Lise Orheim Stender frá SF Studios í Danmörku taka á móti verðlaununum.

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut áhorfendaverðlaun Politiken á CPH:PIX kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn sem lýkur á miðvikudag.

12 alþjóðlegar kvikmyndir kepptu um áhorfendaverðlaun CPH:PIX. Danski fjölmiðillinn Politiken er bakhjarl verðlaunanna og veitir nú Hjartasteini dreifingarstyrk og kynningu í Danmörku. Í fyrra vann Fúsi Dags Kára til sömu verðlauna á CPH:PIX hátíðinni.

Hjartasteinn hefur nú hlotið alls 10 alþjóðleg verðlaun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR