Aðsókn | „Grimmd“ opnar í þriðja sæti

grimmd2Grimmd Antons Sigurðssonar var frumsýnd 21. október og fékk alls 3,879 gesti að forsýningum meðtöldum. Myndin er í þriðja sæti aðsóknarlsita FRÍSK eftir opnunarhelgina.

2,805 manns sáu myndina um helgina. Fyrri mynd Antons, Grafir og bein, var frumsýnd 31. október 2014 og var einnig í þriðja sæti eftir opnunarhelgina en þá komu 2.128 gestir að forsýningum meðtöldum. Þetta er því nærri helmingi stærri opnun miðað við Grafir og bein, sem endaði með alls 3,617 gesti.

Eiðurinn Baltasars Kormáks er nú í áttunda sæti aðsóknarlistans og komin með tæplega 38 þúsund gesti eftir sjöundu sýningarhelgi. 655 manns sáu myndina um helgina en alls 1,446 manns yfir vikuna. Samtals hafa því 37,949 séð Eiðinn síðan hún var frumsýnd þann 9. september s.l.

Aðsókn á íslenskar myndir 17.-23. október 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
Grimmd2,8053,879
7Eiðurinn1,44637,949
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR