Baltasar, Spielberg, Weinstein, De Niro og páfinn

Baltasar Kormákur. (Mynd: Lilja Jónsdóttir)
Baltasar Kormákur. (Mynd: Lilja Jónsdóttir)

Baltasar Kormákur er sagður í viðræðum við framleiðandann Harvey Weinstein um að leikstýra Robert De Niro í kvikmynd um páfa og mannrán. Leikstjórinn Steven Spielberg er einnig að undirbúa kvikmynd um sama páfa og sama mannrán.

Þetta kemur fram á vef RÚV, þar sem vísað er til fréttar The Hollywood Reporter:

Þar kemur fram að myndin, sem báðir hafa áhuga á að gera sé byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá því þegar sex ára ítölskum gyðingadreng var rænt frá fjölskyldu sinni og hann alinn upp sem kaþólikki – málið olli miklum deilum milli Vatíkansins og lýðræðissinna á Ítalíu.

Harvey Weinstein,  sem nánast sérhæfir sig í Óskarsverðlaunamyndum og hefur framleitt kvikmyndir á borð við Pulp Fiction, Gangs of New York og The English Patient, er í Hollywood Reporter sagður vera með forskot í kapphlaupinu. Hann er talinn vera í viðræðum við Baltasar um að leikstýra myndinni, vill fá Robert DeNiro til að leika Píus páfa og  er sagður vilja hefja framleiðslu strax í janúar.

Spielberg er á hinn boginn með augastað á Mark Rylance sem Píus páfa.  Rylance hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í síðustu mynd Spielbergs, Bridge of Spies.  Verði sú mynd að veruleika eiga tökur að hefjast næsta vor.

Sjá nánar hér: Baltasar í kapphlaupi við sjálfan Spielberg | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR