[Stikla] „Autumn Lights“, bandarísk/íslensk spennumynd tekin á Íslandi, kemur í október

Bandarísk/íslenska spennumyndin Autumn Lights, sem tekin var upp hér á landi á síðasta ári, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í október. Mystery er meðframleiðandi myndarinnar, sem jafnframt skartar íslenskum leikurum og starfsliði. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í byrjun nóvember.

Leikstjóri og handritshöfundur er Angad Aulakh, en þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Með helstu hutverk fara ungir bandarískir leikarar, Guy Kent og Marta Gastini. Meðal íslenskra leikara eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Stefán Hallur Stefánsson.

Kent leikur ungan bandarískan ljósmyndara sem vinnur að verkefni á afskekktum stað á Íslandi. Hann uppgötvar óvænt vettvang glæps sem hefur verið yfirgefinn og flækist inní rannsókn málsins.

Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson hjá Mystery eru meðframleiðendur myndarinnar, en Árni er jafnframt tökumaður. Valdís Óskarsdóttir klippir, Hugi Guðmundsson gerir tónlist ásamt Hirti Ingva Jóhannssyni, Hulda Helgadóttir gerir leikmynd og Steinunn Þórðardóttir sér um hár og förðun. Huldar Freyr Arnarson hannar hljóð og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir gerir búninga.

Hér er nánar um sýningarnar í Bíó Paradís.

Sjá nánar hér: [Watch]: Freestyle Turns On ‘Autumn Lights’; First Trailer For U.S-Icelandic Mystery | Deadline

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR