„Hjartasteinn“ verðlaunuð í Feneyjum

Guðmundur Arnar og Anton Máni á verðlaunapalli í Feneyjum.
Guðmundur Arnar og Anton Máni á verðlaunapalli í Feneyjum.

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, vann til Queer Lion verðlauna Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í gærkvöldi. Queer Lion verðlaunin eru veitt þvert yfir alla flokka hátíðarinnar.

Einnig hlaut myndin næstflest atkvæði í fjölskipaðri dómnefnd Venice Days hluta hátíðarinnar, samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Queer Lion verðlaunin eru veitt framúrskarandi mynd sem tekur fyrir þemu sem tengjast lesbíum, hommum, tvíkynhneigðum, transfólki og/eða hinsegin fólki (LGBTQ). Um ástæðu valsins sagði dómnefndin að hún hafi veitt Hjartasteini verðlaunin

„vegna einstakrar næmni þegar kemur að því að sýna þroskasögu tveggja ungra vina og greiningu á því að gangast við samkynhneigð sinni. Einnig vegna sterkrar og sannfærandi framsetningar á þeirri innri baráttu sem sundrar og sameinar svo aðalpersónurnar tvær, þar sem náttúran í bakgrunni er jafn mikilfengleg og hún getur verið grimmileg.“

Queer Lion verðlaunin eru veitt í 10. sinn í ár. Fyrri sigurvegarar Queer Lion verðlaunanna í eru t.d. A Single Man eftir Tom Ford, Philomena undir leikstjórn Stephen Frears og The Danish Girl undir leikstjórn Tom Hooper.

Sjá nánar hér: Hjartasteinn vann Queer Lion verðlaunin í Feneyjum | FRÉTTIR | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR