„Hraunið“ komið á Netflix fyrst íslenskra þátta – þó ekki á Íslandi

Björn Hlynur Haraldsson í Hrauninu.

Spennuþættirnir Hraunið, sem sýndir voru á RÚV 2014, eru komnir á Netflix. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt kvikmyndað efni birtist á þeim vettvangi. Þættirnir eru þó ekki fáanlegir á Íslandi vegna samninga.

Nútíminn greinir frá:

Þættirnir eru þó ekki í boði á Netflix á Íslandi en á vefsíðunni Netflixable kemur fram að sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Svíþjóð, Notegi, Finnlandi, Nýja-Sjálandi, Frakklandi, Bretlandi, Belgíu, Ástralíu og Írlandi með áskrift að Netflix geti horft á þættina.

Þættirnir kallast The Lava Field á Netflix og eftir því sem Nútíminn kemst næst eru þetta fyrstu íslensku þættirnir sem afþreyingarrisinn tekur til sýninga.

Spurður hvort það sé ekki kaldhæðnislegt að fyrstu íslensku þættirnir á Netflix séu ekki í boði á Íslandi segir Reynir Lyngdal, leikstjóri þáttanna, að það séu í gildi samningar um endursýningu á RÚV. „En vonandi fer þetta þangað þegar þeir renna út,“ segir hann.

Sjá nánar hér: Hraunið eru fyrstu íslensku spennuþættirnir á Netflix

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR