Tökur að hefjast á „Svaninum“

Eftir sólargangi: Ása Helga Hjörleifsdóttir, Gríma Valsdóttir, Þorvladur Davíð Kristjánsson og Þuríður Blær Jóhannesdóttir.
Eftir sólargangi: Ása Helga Hjörleifsdóttir, Gríma Valsdóttir, Þorvladur Davíð Kristjánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast nú í júlí. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir fara með aðalhlutverkin og meðal annarra leikara eru Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Upptökur fara fram í Svarfaðardal á Norðurlandi.

Myndin segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykil þátttakandi í atburðarrás sem hún skilur vart sjálf. Byggt á samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar.

Ása Helga nam kvikmyndaleikstjórn við Columbia University í New York og hafa stuttmyndir hennar ferðast víða og verið verðlaunaðar á erlendum hátíðum.

Svanurinn er framleidd af Vintage Pictures, aðal framleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir, en aðrir framleiðendur eru Guðbjörg Sigurðardóttir, Verena Gräfe-Höft (Antboy, Nothing Bad Can Happen) og Anneli Ahven (Ghost Mountaineer).

Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir myndina, auk Kvikmyndasjóðs Hamborgar (Filmförderung Hamburg Schleswig-Holstein) og eistneska kvikmyndasjóðsins.

Svanurinn verður sýnd í kvikmyndahúsum á næsta ári.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR