Hvaða áhrif hefur Brexit á breskan kvikmyndaiðnað?

Breski framleiðandinn Stephen Follows, sem sérhæfir sig í framsetningu gagna og tölulegra upplýsinga um breskan kvikmyndaiðnað, hefur birt grein á vef sínum þar sem hann fer yfir hugsanlega galla og kosti við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margt af því sem hann nefnir snertir íslenskan kvikmyndaiðnað á einn eða annan hátt.

Hér eru helstu punktarnir í vangaveltum hans, en nánari útlistanir má lesa í greininni sjálfri (sjá hlekk neðst).

Mögulegir gallar fyrst:

  1. Styrkir frá MEDIA / Creative Europe hætta (ljóst).
  2. Til skemmri tíma verður samframleiðsla með öðrum Evrópulöndum flóknari (mjög líklegt).
  3. Til lengri tíma þarf að búa til lagaramma fyrir samframleiðslu milli Bretlands og Evrópu. (óljóst).
  4. Breskt efni verður minna aðlaðandi fyrir evrópskar sjónvarpsstöðvar (mjög líklegt).
  5. Aukið flækjustig fyrir alþjóðlegt starfslið kvikmynda (mögulegt en óljóst).
  6. Færri breskar myndir verða sýndar í Evrópu (ljóst).
  7. Alþjóðlegum myndum fækkar í Bretlandi (ljóst, þó að umfang sé ekki vitað).
  8. Sjálfstæð kvikmyndahús í Bretlandi missa tekjur (ljóst, þó að umfang sé ekki vitað).
  9. Hin neikvæðu áhrif óvissunnar (mjög líklegt).
  10. Möguleiki til að hafa áhrif á evrópskar reglur varðandi breskt efni hverfur (ljóst, en ekki vitað um áhrif).

Mögulegir kostir:

  1. Það verður ódýrara að filma í Bretlandi (óljóst).
  2. Bretland getur hagað sínum skattafslætti eins og því sýnist (ljóst).
  3. Bretland getur forðast mögulegar nýjar evrópskar reglur um dreifingu efnis (Digital Single Market) (frelsið er ljóst en óvíst hvernig reglurnar verða eða hvort þær taki gildi).
  4. Bretland getur sett peninga sem áður fóru í evrópusamstarf beint til iðnaðarins (afar óljóst).

Sjá nánar hér: How will Brexit affect the UK film industry?

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR