Heimildamyndin „Innsæi“ frumsýnd í Berlín í dag

innsaeilogo1600x1600-1024x1024Heimildamyndin Innsæi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur verður frumsýnd í Berlín í dag og verður síðan sýnd í 30 kvikmyndahúsum víða um Þýskaland. Myndin leitar svara við mikilvægi þess fyrir hvern og einn að tengja inn á við og við heim náttúrunnar í því samfélagi sem við lifum í í dag.

Vísir fjallar um myndina og ræðir við Kristínu og Hrund:

Um er að ræða heimildarmynd þar sem fjallað er um að heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar. Á ferðalagi leikstjóranna, Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.

Á frumsýningunni verða panel­umræður um viðfangsefni InnSæis og þeim stýrir Lisa Witter, sem er margverðlaunaður frumkvöðull og stofnandi Apolitical.
Fyrir utan þær Hrund og Kristínu taka einnig þátt þau Alexandra Marguerite Clémentine Cousteau, náttúruverndarsinni og könnuður hjá National Geographic, og Tim Renner sem situr í menningarmálaráði Berlínarborgar, fyrrverandi forstjóri Sony í Evrópu og rithöfundur.

Sjá nánar hér: visir.is

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR