„Þrestir“ verðlaunuð í Rúmeníu

Atli Óskar Fjalarsson í Þröstum Rúnars Rúnarssonar.
Atli Óskar Fjalarsson í Þröstum Rúnars Rúnarssonar.

Þrestir Rúnars Rúnarssonar vann um helgina til sérstakra dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, sem fram fór í Cluj-Napoca í Rúmeníu. Þetta eru sjöundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar á árinu en jafnframt sautjándu alþjóðlegu verðlaunin síðan myndin var frumsýnd í september í fyrra.

Alls hafa íslenskar kvikmyndir unnið til 21 alþjóðlegra verðlauna það sem af er árinu, sem enn er ekki hálfnað. Þetta er óneitanlega góður árangur, en 2013 og 2014 runnu 33 og 34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra mynda. 2015 er þó einstakt ár, en þá fengu íslenskar myndir alls 103 verðlaun á alþjóðavettvangi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR