Skjár einn heitir nú Sjónvarp Símans

Heitið Skjár einn leggst niður frá og með deginum í dag og verður að Sjónvarpi Símans. Ár er síðan að SkjárEinn rann inn í Sím­ann og dag­skrá stöðv­ar­innar var opnuð öllum lands­mönnum í októ­ber í fyrra.Þá stofn­aði Sím­inn streym­isveitu í áskrift sem hefur nú fleiri áskrif­endur en voru að sjón­varps­stöð­inni við breyt­ing­una.

Kjarninn greinir frá:

Alls 18.500 heim­ili eru nú í áskrift og met var slegið innan efn­isveit­unnar í maí þegar spil­anir voru 600 þús­und tals­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sím­an­um.

Nafna­breyt­ing­arnar ná yfir allar sjón­varps­stöðvar og streym­isveitur Sím­ans sem áður voru kenndar við Skjá­inn. Sím­inn­Bíó, Síminn­Krakkar og Sím­inn­Heimur eru því ný nöfn í safni  Sím­ans.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, að nýtt nafn end­ur­spegli umbylt­ing­una sem orðið hafi á bæði stöð­inni sjálfri og Sím­anum sjálfum síð­ustu mán­uð­i. „Við viljum leggja áherslu á vöru­merkið og sýn okkar um að verða leið­andi í afþr­ey­ingu, fjar­skiptum og upp­lýs­inga­tækni. Við kennum því stöð­ina við fyr­ir­tæk­ið.

Sím­inn hefur lagt vax­andi áherslu á afþr­ey­ingu og efni, sem sést meðal ann­ars á samn­ingnum um EM2016. Þar verða allir leikir íslenska lands­liðs­ins og meira til sýndir á nýnefndu stöð­inni og mótið í heild sinni í áskrift á Sím­anum Sport. Þá býr félagið að efni frá helstu sjón­varps­þátta­fram­leið­endum heims; 20th Cent­ury Fox, Dis­ney, CBS Tel­evision og Showtime ásamt fleir­um. Vetr­ar­dag­skráin verður enn veg­legri en í ár og þessa dag­ana leggjum við loka­hönd á inn­lendu dag­skrána.“

SkjárEinn ­­fór í loftið árið 1999 og var í opinni dag­­skrá allt til árs­ins 2009, eða í tíu ár. Frá þeim tíma og fram til októ­ber 2015 var stöð­in, og tengdar stöðvar Skjás­ins, áskrift­­ar­­stöðv­­­ar.

Sjá nánar hér: SkjárEinn ekki lengur til – Heitir nú Sjónvarp Símans | Kjarninn

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR