„Jökullinn logar“, heimildamynd um ferðalag landsliðsins á EM, frumsýnd 3. júní

jokullinnlogarSölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson hafa gert heimildamynd í fullri lengd um aðdraganda og undirbúning að þátttöku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Myndin, sem kallast Jökullinn logar, verður frumsýnd í bíóum Senu 3. júní.

Í kynningu segir:

Jökullinn logar er sagan af gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu sem skráði sig í sögubækurnar með því að verða fámennasta þjóð sögunnar til að komast í lokakeppni stórmóts í vinsælustu íþrótt heims. Í myndinni er sögð saga ungra stráka frá Íslandi sem eiga sér draum um að komast með landsliðinu á stórmót í fótbolta, þó að það sé afskaplega óraunhæft. Síðustu tvö ár hafa Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson fengið óheftan aðgang að landsliðinu og fylgt því í gegnum hið ótrúlega ævintýri sem undankeppni EM er. Í myndinni sjáum við afrakstur æfinga síðustu ára, þar sem sögð er sagan öll og liðið sýnt frá öllum sjónarhornum og í algjörlega nýju ljósi. Þetta er sagan af því hvernig smáþjóðin Ísland kom heiminum í opna skjöldu með einu stærsta íþróttaafreki sögunnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR