Tinna vann í Cannes

Tinna Hrafnsdóttir fagnar sigri í Cannes fyrr í dag.
Tinna Hrafnsdóttir fagnar sigri í Cannes fyrr í dag.

Tinna Hrafnsdóttir sigraði pitch-keppni Shorts TV sem lauk í Cannes í dag. Aðstandendur stuttmynda víðsvegar að gátu mælt fram hugmynd sína og almenningur kaus síðan þá bestu á netinu.

Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og jafnoft hafa íslenskar konur borið sigur úr býtum; Eva Sigurðardóttir 2014, Anna Sæunn Ólafsdóttir 2015 og Tinna nú, en verkefni hennar kallast Katharsis. Verðlaunafé nemur fimm þúsund evrum eða rúmu sjö hundruð þúsund krónum og verður notað til að framleiða myndina.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR