Tökum lokið á „Vinterbrödre“

Rammi úr Vetrarbræðrum.

Tökum á Vetrarbræðrum (Vinterbrödre), fyrstu bíómynd Hlyns Pálmasonar er lokið. Þær fóru fram á sex vikum í Faxe í Danmörku. Framleiðendur kynna nú myndina í Cannes en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd undir lok árs.

Myndin er studd af Dönsku kvikmyndamiðstöðinni gegnum verkefnið New Danish Screen. Kvikmyndamiðstöð Íslands og RÚV styðja einnig myndina en íslenskur meðframleiðandi hennar er Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures.

Sjá nánar hér: Cannes 2016: WINTER BROTHERS wraps shooting – CINEMA SCANDINAVIA

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR