Kvikmyndasafnið fær fullan umráðarétt yfir kvikmyndum Óskars Gíslasonar

Bergur Ævar Ósk…nn Álfkonan
Frá tökum á Síðasta bænum í dalnum (1950). Greina má Ævar Kvaran annan frá vinstri en hann leikstýrði myndinni. Óskar er neðst á myndinni, þriðji frá vinstri.

Síðastliðinn föstudag, 15. apríl, afhenti fjölskylda Óskars Gíslasonar, kvikmyndagerðarmanns og brautryðjanda í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, þjóðinni til eignar allar kvikmyndir hans sem og mikið safn gagna og margvíslegra gripa sem Óskar lét eftir sig.

 

Í fréttatilkynningu frá safninu segir:

Kvikmyndasafnið mun varðveita þessa arfleifð hér eftir sem hingað til en fær nú fullan yfirráðarétt yfir henni. Um leið vex ábyrgð þess við að búa svo um þennan arf að hann geti orðið aðgengilegur þjóðinni samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til yfirfærslu kvikmynda gamla filmuheimsins yfir í stafrænt form nútímans í þeim gæðum sem nú tíðkast. Gjöfin ýtir því enn frekar undir nauðsyn þess að Kvikmyndasafnið eignist nýjan háskerpuskanna svo það geti gengt hlutverki sínu. Jafnframt kallar þessi gjöf á eflingu hvers kyns rannsókna á kvikmyndagerð Óskars sem Kvikmyndasafnið mun búa í haginn fyrir.

Óskar gerði fjölmargar kvikmyndir á ferli sínum og meðal þeirra þekktustu eru Síðasti bærinn í dalnum og Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR