Atli Óskar á samning hjá Paradigm

Atli Óskar Fjalarsson.

Leik­ar­inn og leik­list­ar­nem­inn Atli Óskar Fjalar­son er ný­bú­inn að skrifa und­ir samn­ing við umboðsskrif­stof­una Para­digm. Atli Óskar fór með aðalhlutverkið í Þröstum Rúnars Rúnarssonar.

Baldvin Z leikstjóri er einnig með samning hjá umboðsskrifstofunni. 

Morgunblaðið segir frá:

Atli var boðaður í viðtal hjá umboðsskrif­stof­unni eft­ir að hafa hlotið út­nefn­ing­una „Rís­andi stjarna“ (e. Shoot­ing Star) á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Berlín sem fram fór fyrr í fe­brú­ar.

„Þeir höfðu sam­band við mig í kjöl­farið af „Shoot­ing Stars“ og vildu hitta mig og svo eft­ir að hafa sent þeim upp­tök­ur af fyrri verk­efn­um boðuðu þeir mig á fund og buðu mig vel­kom­inn í fjöl­skyld­una,“ seg­ir Atli í sam­tali við mbl.is.

Para­digm er ein af fimm stærstu umboðskrif­stof­um í Hollywood og sér­hæf­ir sig bæði í tónlist og leik­list.

Meðal leik­ara sem eru á samn­ing hjá Para­digm má nefna Adrien Brody og Ant­onio Band­eras. Meðal tón­list­ar­manna má nefna Ed Sheer­an, Black Eyes Peas og Coldplay.

Atli stund­ar nám við New York Film Aca­demy í Los Ang­eles og mun út­skrif­ast þaðan vorið 2017.

Sjá nánar hér: Skrifar undir hjá risa í Hollywood – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR