„Fyrir framan annað fólk“ frumsýnd í dag

Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.

Myndin segir frá Húbert sem er hlédrægur auglýsingateiknari og ekki sérlega laginn við að nálgast hitt kynið. Hann verður ástfanginn af Hönnu, sem er í sárum eftir sambandsslit. Til að ganga í augun á henni bregður Húbert á það ráð að herma eftir yfirmanni sínum, sem er óforbetranlegur kvennabósi. Það dugar til að brjóta ísinn, en málin taka fljótlega óvænta stefnu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Hilmir Snær Guðnason og Svandís Dóra Einarsdóttir.

Sjá má stiklu myndarinnar hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR