„Eiðurinn“ bakvið tjöldin

Baltasar-Kormákur-2014
Baltasar Kormákur.

Tökum er nú að ljúka á kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Ljósmyndir sem Lilja Jónsdóttir tók af upptökum hafa verið opinberaðar á Vísi.

Í frétt Vísis segir m.a.:

Sjálfur fer Baltasar með aðalhlutverkið í henni auk þeirra Heru Hilmarsdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar. Baltasar framleiðir myndina ásamt Agnesi Johansen og RVK Studios.

Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.

Aðalhandritshöfundur myndarinnar er Ólafur Egilsson en myndinni hefur Baltasar lýst í viðtölum sem raunverulegri útgáfu af Taken og segir sjálfsagt flesta þekkja sögur sem líkjast á einhvern hátt söguþræðinum í myndinni þar sem örvæntingarástand skapast innan fjölskyldunnar.

Myndirnar má sjá hér: Magnaðar myndir bak við tjöldin úr nýjustu mynd Baltasars

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR