Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson fá stuðning frá Nordic Genre Boost

Þórður Pálsson.
Þórður Pálsson.

Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson de Fleur fá styrki til að þróa verkefni sín frá Nordic Genre Boost, sérstöku átaki Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Styrkupphæðin nemur þremur milljónum króna á verkefni.

Verkefni Þórðar, sem einnig hlaut Nordic Talents verðlaun Norræna sjóðsins í fyrra fyrir annað verkefni, kallast The Damned og er lýst svo á vef sjóðsins:

THE DAMNED
Norway. Psychological horror. First feature written and directed by Thordur Palsson and produced by Kamilla Hodøl and Emilie Jouffroy (FilmBros Productions). Set in 1874 in an Icelandic frontier village, Eva starts losing her perspective as group mentality and survival instinct trump human ethics in a community crazed by guilt and superstition.

Verkefni Ólafs kallast East By Eleven og er lýst svo:

EAST BY ELEVEN
Iceland. Sci-fi. New feature by writer/director Olaf de Fleur, produced by Kristin Andrea Thordardottir (Poppoli Pictures). A global organization, UNCC, have launched a physical memory system to manifest memories from prisoners for investigative purposes.

83 verkefni sóttu um en 7 fengu. Styrkþegar taka einnig þátt í tveimur vinnustofum þar sem þeir fá stuðning við handritsgerðina auk ráðlegginga varðandi markaðssetningu og sölu.

Sjá nánar hér.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR