Mikið áhorf á „Ófærð“

Ólafur Darri Ólafsson er Andri í þáttaröðinni Ófærð.
Ólafur Darri Ólafsson er Andri í þáttaröðinni Ófærð.

Áhorf á Ófærð hefur verið í kringum 60% að meðaltali sem gerir þáttaröðina að einu vinsælasta sjónvarpsefninu síðan rafrænar mælingar hófust. Nú eru þrír þættir eftir.

Samkvæmt tölum sem RÚV hefur sent frá sér eru um 86% þeirra sem eru að horfa á sjónvarp meðan á útsendingu þáttanna stendur að horfa á Ófærð. Þá hafa verið fluttar fréttir af samdrætti í vatnsnotkun meðan á sýningu þáttanna stendur.

Þættirnir hefja göngu sína í Frakklandi í kvöld (France 2) og í Bretlandi þann 13. febrúar (BBC 4).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR