„Þrestir“ verðlaunuð í Gautaborg

þrestir-still-báturÞrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut FIPRESCI verðlaun Alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í kvöld. Myndin var einnig valin úr hópi tíu mynda til að taka þátt í Scope 100 verkefninu svokallaða sem snýst um nýja nálgun í dreifingu evrópskra mynda. Henni verður því dreift í kvikmyndahúsum í Noregi og Ungverjalandi.

Í umsögn dómnefndar segir:

The award goes to an honest, unpredictable and beautifully crafted film about adolescents growing up in a small community subject to generational clashes.

Nánar má lesa um Scope 100 verkefnið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR