Svartir sunnudagar sýna „The Man Who Fell to Earth“ í minningu David Bowie um næstu helgi

David Bowie í The Man Who Fell to Earth eftir Nicholas Roeg.
David Bowie í The Man Who Fell to Earth eftir Nicholas Roeg.

Til að heiðra minningu David Bowie, sem lést í nótt, munu Svartir sunnudagar sýna næsta sunnudag mynd Nicholas Roeg The Man Who Fell to Earth (1976) þar sem Bowie fer með titilhlutverkið.

Til stóð að sýna Pulp Fiction en henni verður frestað um eina viku. Troðfullt hefur verið á sýningar Svarta sunnudaga undanfarið. Um síðustu helgi var mynd Alejandro Jodorowsky The Holy Mountain til sýnis og þar áður 2001 eftir Kubrick.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun eftir Graham Fuller gagnrýnanda um myndina.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR