Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson fá RÚV-styrk til að skrifa þáttaröð

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson hlutu í dag styrk úr Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen hjá RÚV til að skrifa sjónvarpsþáttaröðina Aftureldingu. Styrkurinn nemur 2,8 milljónum króna.

Viðar Eggertsson, formaður stjórnar sjóðsins, sagði við afhendinguna:

Afturelding er afar áhugaverð sýn á íslenskt samfélag sem speglast í heimi íþrótta, þar sem samfélag persónanna speglar átök, kímni og baráttu, ekki síst baráttu kynjanna og veltir upp spurningum meðal annars um kynhlutverk og verkaskiptingu í nútíma samfélagi.

Alls bárust 64 umsóknir vegna handrita fyrir sjónvarp. Tekið skal fram að styrkurinn er ótengdur öðrum geiðslum sem handritshöfundarnir kunna að fá verði verkið framleitt.

Auk Viðars sátu Eva María Jónsdóttir og Randver Þorláksson í stjórninni.

Frétt RÚV um málið má sjá hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR