Kvikmyndaskólinn og stærstu framleiðslufyrirtækin ræða starfsþjálfunarkerfi 

Aðstandendur Kvikmyndaskólans og fulltrúar stærstu framleiðslufyrirtækjanna.
Aðstandendur Kvikmyndaskólans og fulltrúar stærstu framleiðslufyrirtækjanna.

Kvikmyndaskóli Íslands átti í vikunni fund með stærstu framleiðslufyrirtækjum í landinu í þeim tilgangi að koma á formlegum samskiptum milli skólans og atvinnulífsins í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtækin þrú eru Saga film, Pegasus og True North en var þeim boðið til fundar í skólanum til að kynna þeim starfsemi hans.

Á fundinum var meðal annars rætt um að þróað yrði starfsþjálfunarkerfi (internship) bæði fyrir útskrifaða nemendur og þeirra sem enn stunda nám en einnig eru uppi áform annarskonar samstarf.

Ég tel að þetta hafi verið mjög mikilvægur fundur, það er nauðsynlegt fyrir okkur að kynnast stjórnendum helstu framleiðslufyrirtækja landsins í kvikmyndagerð og þörfum fyrirtækja þeirra.

Segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands en leggur einnig áherslu á að gott sé fyrir þessi öflugu fyrirtæki að kynnast starfsemi skólans.

Mikilvægt er fyrir þau að kynnast því hvernig námið okkar er byggt upp og með hvaða hætti við getum átt sem best samstarf sem gagnast öllum hagsmunaaðilum. Þetta var ánægjulegur fundur og vonandi upphaf að markvissu samstarfi skólans við Pegasus, Sagafilm og True North.

Sjá nánar hér: Kvikmyndaskóli Íslands » Kvikmyndaskólinn kynntur stærstu framleiðslufyrirtækjum – Samstarf um starfsþjálfunarkerfi í bígerð

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR