DV um „Veðrabrigði“: Hryðjuverkin í París norðursins

Rammi úr Veðrabrigðum.
Rammi úr Veðrabrigðum.

Valur Gunnarsson skrifar um heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Veðrabrigði og segir hana eiga hrós skilið fyrir að minnsta kosti reyna að súmma út, og sýna okkur hvernig stórar ákvarðanir fyrir sunnan hafa áhrif á líf raunverulegs fólks. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu.

Valur segir meðal annars:

Kvótakerfið er nokkurs konar erfðasynd íslenska hagkerfisins, sú upprunavilla sem líklega allt annað, misskipting auðs og bankahrun, byggir á. Því er löngu kominn tími á heimildamynd sem útskýrir fyrirbærið í þaula. Textinn í upphafi myndar gefur til kynna að hér sé sú mynd komin, en það er þó ekki rétt nema að hluta.

Auk þess að reyna að útskýra tilurð og afleiðingar þessa fyrirbæris tekur myndin fyrir lífið í París norðursins, Flateyri. Sumar af senum þessum eru fremur langdregnar fyrir aðkomumann, en þó leynast gullmolar inni á milli. Vörubílstjóri sem segist hlynntur hugmyndinni um kvótakerfi en skeptískur á að það sé afhent einstaka fjölskyldum, og skilur þó vel að þær selji það fyrir ofgnótt fjár þó að bæjarfélagið sé lagt í rúst, útskýrir þetta líklega jafn vel og nokkur.

Annar þráður snýr að pólsku verkafólki, sem hefur flutt til Flateyrar eins og annarra sjávarþorpa á landinu í von um betra líf og möguleika til að styðja ættingja sína heima. Þetta eru einhverjir merkilegustu fólksflutningar hérlendis síðan á landnámsöld og undarlegt hvað hefur verið lítið um þá fjallað. Hér er því kærkomið tækifæri til að kynnast einhverju af þessu fólki í mynd, og hefði gjarnan átt heila mynd skilið.

Sjá nánar hér: Hryðjuverkin í París norðursins – DV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR