„Fúsi“ og stuttmyndin „Þú og ég“ verðlaunaðar í Frakklandi

fúsiFúsi Dags Kára hlaut tvenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um síðustu helgi. Þá hlaut stuttmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Þú og ég, verðlaun á hinni virtu Brest stuttmyndahátíð í sama landi.

Fúsi var valin besta myndin í Arras og einnig hlaut Gunnar Jónsson sérstaka viðurkenningu fyrir leik sinn í myndinni. Hún hefur nú alls hlotið 11 alþjóðleg verðlaun.

Gríma Valsdóttir í Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
Gríma Valsdóttir í Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.

Þú og ég hlaut sérstök verðlaun héraðsstjórnar Bretagne á hinni kunnu Brest European Short Film Festival. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama í september og var valin besta íslenska stuttmyndin á Northern Wave International Film Festival sem fram fór í Grundarfirði í október.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR